Um stofuna

Við hjá Kírópraktorstöð Reykjavíkur erum með framúrskarandi tækni og sérfræðikunnáttu til að hjálpa þér að ná betri heilsu. Við tökum vel á móti þér!
gummi-mynd

Guðmundur Birkir Pálmason

Kírópraktor, framkvæmdastjóri

Guðmundur útskrifaðist sem Kírópraktor árið 2010 og hefur mikla reynslu af því að starfa bæði erlendis og á Íslandi. Guðmundur er eigandi Kírópraktorstöðvar Reykjavíkur og einnig af Kírópraktik Sthlm í Stokkhólmi og fer reglulega til að bæði kenna og starfa þar við sitt fag. Guðmundur vann í meira en áratug sem einkaþjálfari og sameinar æfingar og teygjur mikið í sinni meðferð sem Kírópraktor. Einnig er hann í góðu samstarfi við fagfólk í heilbrigðiskerfinu og reynir að sameina krafta þeirra sem við eiga að hverju sinni.
Kristján

Kristján Örn Óskarsson

Kírópraktor​​

Kristján Örn Óskarsson útskrifaðist með BSc í Líffræði og Doktorsgráðu í Kíropraktík frá Life University í Atlanta, Bandaríkjunum. Áhugi Kristjáns á kírópraktík vaknaði eftir að hafa náð skjótum bata eftir margskonar íþróttameiðsl og hefur hann mikinn áhuga á að hjálpa öðru fólki á sama hátt. Einnig hefur Kristján réttindi í meðhöndlun á Activator tækni ásamt því að hafa tekið fjölda kúrsa í AMIT kíropraktík tækni (Advanced Muscle Integration Technique) sem snýr að virkja vöðva vegna misræmi í vöðvabeytingu. Kristján hefur langa reynslu að vinna með fólki þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í meira en áratug og leggur því mikla áherslu á bætt lífsgæði fólks.

Bobby

Bobby Riley

Kírópraktor

Bobby Riley útskrifaðist með Doctors gráðu í kírópraktík frá NWHSU háskólanum í Minneapolis árið 2011. Hann vann til þrennra verðlauna í frjálsum íþróttum á háskólaferlinum en Bobby hefur alla sína tíð stundað íþróttir af kappi. Auk frjálsra íþrótta hefur hann keppt í MMA (mixed martial arts), Fótbolta, CrossFit og Ólympískum lyftingum. Bobby þjálfaði á sínum tíma frjálsar íþróttir, CrossFit og ólympískar lyftingar á margvíslegum vettvangi, hér- og erlendis. Hann heldur námskeið í hreyfimynstrum líkamans, næringu og forvarnir gegn meiðslum.

Jeannie Riley

Kírópraktor​

Jeannie earned her Doctor of Chiropractic degree from Northwestern Health Sciences University in Minnesota, USA. In addition, she has advanced training in pediatrics, craniosacral therapy, pregnancy (including Webster certified), and nutrition.

Jeannie treats her patients holistically, looking past the main symptom and trying to find the root cause of their issue. She spends a lot of time looking at things like sleeping, breathing, digestion and feeding – which all connect to the spine. During the exam she is looking at developmental milestones. The main goal with treatment is to help the child thrive – not just in the next few weeks, but long term as they grow into adults.

Jeannie er í fæðingarorlofi.

oliver

Óliver

Kírópraktor

Óliver útskrifaðist sem kírópraktor frá AECC í Bournemouth, Englandi með fyrstu einkunn. Óliver notast við Gonstead tækni hnykkinga sem einblínir á losun taugaspennu í hryggsúlu og leiðréttingu á undirstöðu hennar. Við njótum góðs af Óliver þar sem hann tekur á móti fólki á öllum aldri, allt frá börnum og ófrískum konum upp í keppnisfólk og aldraða. 

Í klíníska náminu sá hann um að meðhöndla skólastyrkta íþróttamenn, auk þess hefur hann mikinn áhuga á aðhlynningu ungbarna en hann sótti sér aukna þekkingu í öruggri meðhöndlun þeirra. Hann sér nú um Kírópraktorstöð Barna á stofunni með frábærum árangri. Auk háls og bakverkja hefur Óliver mikinn áhuga á höfuðverkjum, kjálkakvillum, settaugabólgu (Sciatica) og meðhöndlun útlima (t.a.m axlir, mjaðmir og ökklar).

Óliver hefur unun að líkamsrækt á borð við lyftingar, CrossFit, yoga og snjóbretti, mat og menningu, góðri tónlist og tölvuleikjum.

Mark

Mark Kislick

Myofaschial release & Graston

Mark hefur mikla reynslu á sviði þjálfunar og heilsu almennings. Mark vinnur með bæði bandvefnslosun og Graston tækni sem eykur bæði blóðflæði og liðleika í kringum það svæði sem unnið er við.
NuddC

Jason Slade

Heilsunuddari

Jason Slade útskrifaðist sem heilsu og sjúkranuddari árið 2015 frá bandaríkjunum. Jason hefur mikinn áhuga á heilsu og leggur mikla áherslu á að greina og meðhöndla hin ýmis stoðkerfisvandamál.
Stefan

Stefán Ingi Jóhansson

Stefán Ingi Jóhannsson stundar núverandi meistaranám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands. Stefán hefur margra ára reynslu af þol og styrktar þjálfun og þeim vandamálum sem geta fylgt þeirri þjálfun. Hann notast því við bakrunn sinn ásamt Graston tækni til að aðstoða einstaklinga við að auka liðleika og draga úr bólgum og verkjum.

Scroll to Top