Óliver útskrifaðist sem kírópraktor frá AECC í Bournemouth, Englandi með fyrstu einkunn. Óliver notast við Gonstead tækni hnykkinga sem einblínir á losun taugaspennu í hryggsúlu og leiðréttingu á undirstöðu hennar. Við njótum góðs af Óliver þar sem hann tekur á móti fólki á öllum aldri, allt frá börnum og ófrískum konum upp í keppnisfólk og aldraða.
Í klíníska náminu sá hann um að meðhöndla skólastyrkta íþróttamenn, auk þess hefur hann mikinn áhuga á aðhlynningu ungbarna en hann sótti sér aukna þekkingu í öruggri meðhöndlun þeirra. Hann sér nú um Kírópraktorstöð Barna á stofunni með frábærum árangri. Auk háls og bakverkja hefur Óliver mikinn áhuga á höfuðverkjum, kjálkakvillum, settaugabólgu (Sciatica) og meðhöndlun útlima (t.a.m axlir, mjaðmir og ökklar).
Óliver hefur unun að líkamsrækt á borð við lyftingar, CrossFit, yoga og snjóbretti, mat og menningu, góðri tónlist og tölvuleikjum.