Kírópraktík

Hvað er kírópraktík og hvað gera kírópraktorar?

Hryggurinn

Hryggurinn er uppbyggður á 24 hryggjarliðum og diskar skilja hvern og einn hryggjarlið að. Diskurinn er eins og dempari hryggsins og passar að hryggurinn hreyfist sem eins heild. Hryggurinn er það sem heldur okkur uppréttum og ver taugakerfið okkar. Þegar skekkjur og bólgur fara að myndast í hryggnum hefur það slæm áhrif á diskana og þá sérstaklega taugakerfið sem hefur áhrif á alla starfsemi líkamans.

Starf kírópraktors er að finna og leiðrétta þessar skekkjur og minnka bólgur í hryggnum og þar af leiðandi bæta hæfni taugakerfisins.

Klemmd taug

Ef taugaflæði er skert vegna þrýstings á taug getur það haft margskonar áhrif á líkamann okkar. Þrýstingur eða klemma getur komið af bólgum, útbungun á disk eða brjósklosi. Áhrif þess getur verið td verkja í hryggnum, höfuðverkir, mígreni, verkir í fótum og höndum.

Starf kírópraktors er að greina og meðhöndla orsökina fyrir því að taugaklemman er að myndast.

Brjóskleiðing/Slit í hryggnum

Ef hryggurinn stífnar upp eða missir eðlilega hreyfigetu fer að myndast öldrun eða slit í diskum, facettuliðum og hryggjarliðum. Liðbönd fara að kalka og vöðvar verða stífir og stuttir.

Starf kírópraktors er að auka hreyfigetu á því svæði sem hryggurinn hreyfist ekki eðlilega og þar af leiðandi minnka bólgur.

Börn & kírópraktík

Börn á öllum aldri koma oft reglulega til kírópraktors af ýmsum ástæðum. Stundum hefur fæðing gengið erfiðlega og jafnvel tangir notaðar og þar af leiðandi orðið mikið álag á hálsi og höfði. Það getur leitt af sér ýmsa kvilla hjá barninu eins og óeirð, eyrnarbólgur osfr. Börn í íþróttum koma einnig reglulega vegna verkja í td baki, hné og eða höfuðverkja. Mikið álag er oft á börnum í íþróttum og slæm líkamsstaða getur þróast með notkun snjallsíma og mikilla tölvunotkunar.

Kírópraktor getur hjálpað í öllum þessum tillvikum og bætt bæði heilsu og líðan barnsins.

Scroll to Top